2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Einkaþjálfari telur morgunmat vera ofmetinn

Að mati einkaþjálfarans David Higgins er morgunmatur ofmetinn.

Í gegnum tíðina hafa ýmsir sérfræðingar lagt áherslu á að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. En ekki eru allir sammála þeirri skoðun.

David Higgins er vinsæll einkaþjálfari.

Ástralski einka- og sjúkraþjálfarinn David Higgins er þar á meðal en að hans mati er morgunmatur ofmetinn.

Higgins er eftirsóttur þjálfari og hefur komið stjörnum á borð við Margot Robbie, Claudia Schiffer, Samuel L. Jackson, Naomi Camobell og Colin Firth í gott form. Higgins er einnig höfundur bókarinnar The Hollywood Body Plan sem á að koma hverjum sem er í toppform.

AUGLÝSING


Higgins er einn þeirra sem telur að fólk ætti ekki að neyða ofan í sig morgunmat ef það hefur ekki löngun í mat á morgnanna.

„Stundum þarf maður ekki að fá sér morgunmat. Allt þetta „morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins“ dæmi er markaðssetning frá fimmta áratugnum til að selja egg,“ sagði hann í viðtali við Business Insider.

Þú munt borða minni mat vegna þess að þú hefur minni tíma.

Higgins hefur hingað til verið talsmaður þess að fasta. Hann hefur þá mælt með að fólk gefi sér átta klukkustunda glugga á hverjum sólarhring til að borða.

„Þeir sem eru vanir að gefa sér 16 klukkustunda glugga yfir daginn til að borða finna að það verður erfitt að innbyrða sama magn matar ef glugginn þrengist um helming, niður í átta klukkustundir,“ segir Higgins „Þú munt borða minni mat vegna þess að þú hefur minni tíma.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is