Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Einn af bestu sonum Hafnarfjarðar er látinn: „Þúsundir minnast nú læriföður”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haukur Helgason er látinn. Hann kom víða við á langri ævi en hann var meðal annars sjómaður, skólastjóri og stjórnmálamaður, svo nokkuð sé nefnt. Hann stýrði Öldutúnsskóla áratugum saman og því ljóst að hann snerti líf margra Hafnfirðinga. Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, segir hann einn af bestu sonum Hafnarfjarðar í minningargrein.

Morgunblaðið tekur saman ævistörf hans en hann kom víða við. Haukur var sjómaður á Ísafirði 1947-49, togarasjómaður hjá BÚH 1949-50, sjómaður, verkamaður og vökumaður með námi og kennslu 1950-58, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar í Krísuvík 1959- 64, kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1955-61 og var skólastjóri Öldutúnsskóla frá stofnun 1961 og til 1998.”

Haukur tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann sat í samninganefnd kennara og BSRB frá 1970 til 1985. Hann sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1974 til 77 og var einn af stofnendum Fjarðarfrétta.

Guðmundur Árni segir Hauk hafa látið sín til taka í Hafnarfirði og víðar. Haukur Helgason var einn af bestu sonum Hafnarfjarðar. Hann gerði umhverfi sitt og samfélag betra. Kraftmikill og ákveðinn og fylgdi fast eftir hugsjónum sínum, markmiðum og áformum. Lét svo sannarlega til sín taka og kom víða við á langri ævi. Og lagði ávallt gott til. Og nú er hann allur. Lést 87 ára gamall á Hrafnistu í Hafnarfirði,” segir Guðmundur Árni.

Hann segir þúsundir nú syrgja. Haukur Helgason var myndarmaður á velli, lá hátt rómur, mælskur, brosmildur og hlýr. Var vel til forystu fallinn, enda kallaður til slíkra starfa oft og einatt. Lífsstarf hans var að vinna með ungu fólki og koma því til manns og mennta; það gerði hann sem skólastjóri Öldutúnsskóla í heil 37 ár, allt frá stofnun skólans 1961. Var frumkvöðull í skólastarfi, frjór og framsækinn um nýtt og endurbætt skólastarf á fjölmörgum sviðum. Þúsundir nemenda Hauks í gegnum áratugina minnast nú læriföður, samherja og vinar,” segir Guðmundur Árni.

- Auglýsing -

 

Hann segir Hauk hafa verið gegnheilan jafnaðarmann. „En Haukur Helgason var ekki maður einhamur. Hann var dugnaðarforkur, félagsmálatröll og hafði einlægan áhuga á því að gera þjóðfélagið réttlátara. Í honum bærðist heitt hjarta þess manns sem vildi leggja lið og hjálpa, ekki síst þeim er höllum fæti stóðu. Hann var og enda gegnheill jafnaðarmaður, krati, Hafnarfjarðarkrati. Hann þekkti vel baráttu fólksins í Firðinum fyrir brauðinu. Haukur vildi jafnrétti í raun; að allir hefðu jafnan rétt til menntunar, atvinnu við hæfi og annarra lífsins gæða, burtséð frá stétt, kyni eða litarhætti. Hann vildi sjá bræðralagið blómstra; virka samvinnu fólks og samhjálp í lífsins erli. Og hann unni frelsinu; að almenningur væri frjáls til athafna og orða og gæti nýtt hæfileika sína og tækifæri til fullnustu.”

Guðmundur Árni sendir samúðarkveðjur fyrir hönd jafnaðarmanna um land allt. “Við Hafnarfjarðarkratar, Alþýðuflokkurinn og jafnaðarmenn víða um land þökkum mannvininum Hauki Helgasyni fyrir langa og farsæla samferð og samvinnu, góðar og glaðar stundir og hans merku verk til hagsbóta fyrir land og þjóð. Öllum ættingjum hans og vinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -