Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

Einstæð móðir lagði íslenska ríkið fyrir dómi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hælisleitanda, ungrar konu frá Nígeríu. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð.

 

Mannlíf greindi frá því í síðustu viku að til stæði að vísa konunni og sjö mánaða barni hennar, sem fæddist á Íslandi, úr landi. Konan flúði heimaland sitt til að verða ekki neydd í hjónaband, sætti mansali á Ítalíu og andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Í stefnu gegn ríkinu sagði að lög og reglur skyldi íslensk stjórnvöld til að taka ákvarðanir sem eru barninu hennar, ef ekki henni, fyrir bestu. Í gögnum málsins segir einnig að andleg heilsa konunnar sé ekki góð og að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til þess við málsmeðferð stjórnvalda.

Þar segir að úrskurðir kærunefnda útlendingamála og ákvarðanir Útlendingastofnunar um að senda hana aftur til Ítalíu, þar sem hún er með dvalarleyfi til 2021, hafi verið ólögmætir og ógildanlegir. Fjöldi regla hafi verið brotnar við meðferð málsins, niðurstaðan sé efnislega röng og brotið á grundvallarmannréttindum konunnar og barnsins.

„Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“

Aðalmeðferð í máli konunnar gegn íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurðum kærunefndar útlendingamála og ógildingar á ákvörðunum Útlendingastofnunar fór fram í síðustu viku. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af hálfu talsmanns konunnar.

„Því miður eru brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála og eru fleiri svipuð mál annarra umbjóðenda minna þegar komin fyrir dóm þó niðurstaða liggi ekki fyrir,“ segir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður konunnar.

- Auglýsing -

Hann kveðst binda vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. „Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -