• Orðrómur

Einstæðar mæður tjá sig um meðlag: „Var mjög feginn að þurfa bara að greiða meðlagið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Elsa sem er einstæð móðir, tjáði sig inn hópi fyrir einstæðar mæður á Facebook, um það hve upphæð meðlags með börnum er skammarlega lág. Nefndi hún dæmi sem sýnir glögglega hve einstæðar mæður geta búið við kröpp kjör á Íslandi.

Ooooohhhhh hvað ég elska upphæð meðlaga. Eftir að hafa greitt innlegg, leikskólagjöld og einn mánuð af íþróttum fyrir annað barnið stendur eftir 26.000.- krónur. Það á s.s. að duga fyrir húsnæði, mat og fötum. Þetta er svo fáránlegt að það er eiginlega hlægilegt. BTW þá reiknaði ég meðlag frá föður og sömu upphæð frá mér. Sorry varð að fá smá útrás“.

Meðlag með einu barni á mánuði er 32.000 krónur og oft greiðir faðir eða móðir, eftir atvikum ekki krónu aukalega með barninu. Auðvitað falla til barnabætur en þegar þeim er deilt niður á 12 mánuði er ekki verið að tala um háa upphæð.

- Auglýsing -

Aðrar einstæðar mæður tjá sig undir færslunni og verður þeim gefin tilbúin nöfn vegna þess hve viðkvæmt málið er: Sara segir: „Sammála. Þetta er bara eitthvað djók. Þegar maður sér um öll útgjöld alltaf þá er þetta varla upp í nös á ketti“. Elsa svarar Söru: „það er akkúrat málið þetta dugar ekki fyrir neinu en einstæðar mæður lifa sko lúxus lífi. Fara alltaf á djammið og kaupa sér ný föt þegar barnabæturnar koma“. Guðríður segir frá framgöngu barnsföður síns: „Haha barnsfaðir minn kastaði því nú framan í mig að hann er sko að fara að borga mer 8 mills á 18 árum þess vegna kom hann ekki með gjöf fyrir nýfæddan son sinn“.

Halldóra segir: „Meðlagið er til að dekka helming af því nauðsynlegasta. Íþróttir t.d. eins fáránlegt og það er að þá er það lúxus ef foreldrar geta haft börnin sín í íþróttum. Þetta er ekki upp í nös á ketti ef mamman sér ein um allan kostnað og þarf að kaupa gleraugu, innlegg eða eitthvað þannig en það er líka mjög mikið að borga þetta og sérstaklega ef maðurinn er að borga með fleiri en 1 barni“. Lovísa segir: „Meðlag er oft notað sem afsökun til þess að beita fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem á rétt á meðlagi, “ég borga meðlag svo ég þurfi ekki að taka þátt í öðrum nauðsynlegum rekstrarkostnaði barns t.d. vasapeninga eða fatnað.” Alveg fáránlegt að foreldrar haldi að það sé nóg að greiða meðlag og þá eru þau laus allri annarri fjárhagslegri ábyrgð. Þetta er bara ofbeldi og vanræksla“.

Tinna segir frá reynslu vinkonu sinnar: „Ég hitti einu sinni barnsföður vinkonu minnar en hann hafði ákveðið að fara út á land að vinna og hitti dætur sínar tvær aðeins 2 daga í mánuði og stundum gat hann ekki hitt þær svo oft. Þessi vinkona mín er kennari og vann þá á leikskóla. Hún var alltaf skítblönk og var í mestu basli með að ná endum saman. Ég ræddi við hann hvort það hefði komið til tals að hann greiddi helminginn á móti henni leikskólagjöld, fatnað og þessháttar í stað meðlags. Hann sagðist ekki hafa efni á því og var mjög feginn að þurfa bara að greiða meðlagið“. Hafrún talar um að ekkert hafi breyst síðan hún var barn: „Enn þann daginn í dag skil ég ekki hvernig mamma mín náði endum saman með mig og systur mína hún verandi öryrki.. Ég og systir mín erum 87 og 92 módel og að ekkert sé að breytast í þessu þjóðfélagi. er sorglegt“.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -