- Auglýsing -
Jóhann Helgi Hlöðversson, stundum kallaður hrafnahvíslari, birti í dag stórskemmtilegt myndband af gæludýrunum sínum að leika sér. Væri það svo sem ekki til frásögu færandi nema hvað að annað gæludýrið er hundur, hitt er hrafn.
Jóhann Helgi tók að sér hrafninn eftir að hann datt úr hreiðri sínu sem ungi á Selfossi. Skýrði hann hrafninn Dimmu en tíkin heitir Rjúpa. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan eru þær tvær perluvinir.