Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ekið á lögreglubíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.

Brotist var inn í tvær verslanir í miðborginni í gærkvöldi. Þá var þriðja innbrotið tilkynnt að ganga níu í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang var einn ofurölvaður einstaklingur handtekinn. Gat hann ekki gefið deili á sér og gistir nú fangageymslu lögreglu.

Skömmu seinna var einstaklingur með töluvert magn af fíkniefnum í fórum sínum handtekinn.

Nokkuð var um ölvunarakstur, slagsmál og umferðaróhöpp og varar lögreglan við næturfrosti nú þegar veturinn er skollinn á og biðlar til ökumanna að haga hraða eftir aðstæðum.

Ekið var aftan á lögreglubíl sem hafði verið að stoppa annan, með þeim afleiðingum að lögreglubíllinn kastaðist áfram og á bílinn fyrir framan svo úr varð þriggja bíla árekstur. Minniháttar slys urðu á fólki.

Ungur ökumaður, 17 ára gamall, var tekinn á 119 kílómetra hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Vegna ungs aldurs ökumannsins var haft samband við foreldra hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -