Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ekki gott að skrifa handrit að jólunum fyrirfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Reynum að skrifa ekki handrit jólanna fyrirfram heldur leyfa okkur að njóta,“ skrifar fjölskyldufræðingurinn Íris Eik Ólafsdóttir í sinn nýjasta pistil sem fjallar um samskipti í jólaboðum.

Í pistil sínum fjallar Íris um jólaboð sem geta reynst mörgum erfið. Hún segir eðlilegt að kvíða þeim.

„Þegar við kvíðum erfiðum samskiptum en ætlum að ganga inn í þau og mæta í jólaboð er gott að hafa uppbyggilegar samskiptareglur að leiðarljósi,” skrifar Íris og lætur fylgja nokkrar reglur með sem gætu hjálpað fólki að tækla samskiptin í jólaboðum.

Í samskiptareglunum segir meðal annars að hver og einn beri ábyrgð á sinni eigin hegðun.

Hún bætir við að ekki sé gott að gera óraunhæfar kröfur því þá eykst hættan á óhamingju.

Lestu pistil Írisar í heild sinni og skoðaðu samskiptareglurnar sem hún deilir hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -