Sunnudagur 4. desember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Ekki hægt að kæra fyrir brot gegn ónafngreindri manneskju

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, alþingis- og lögmaður, vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Borgarleikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra, en segir rétt þess sem ásakaður er um brot vera eina af grunnstoðum réttarríkisins. Komi slíkar ásakanir fram nafnlaust sé ekki hægt að vinna málið í eðlilegum farvegi og þar með sé brotið á rétti meints geranda.

 

Helga Vala hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola, gekk vaktir á Neyðarmóttöku um nokkurra ára skeið og segist fyrst og fremst vera talsmaður brotaþola í sinni lögmennsku. Það breytir ekki því að fyrir henni er augljóst að fara verður eftir reglum réttarríkisins.

„Við búum við ákveðið réttarríki,“ segir hún. „Og ef einstaklingur er borinn sökum eru það hans grundvallarmannréttindi að eiga þess kost að verja sig. Ef hann veit ekki hvaða sökum hann er borinn hvernig á hann þá að geta varið sig? Sá réttur toppar að mínu mati rétt ásakanda til nafnleyndar. Ég hef farið í útköll á Neyðarmóttöku þar sem einstaklingur leitaði þangað eftir að brotið var á honum en viðkomandi vildi ekki fara með málið lengra af ýmsum ástæðum. Það er auðvitað ekki sanngjarnt að brotaþoli geti ekki leitað réttar síns en við getum ekki lagt fram kæru á hendur einhverjum fyrir brot gegn ónafngreindri manneskju á ótilgreindum stað. Það er bara ekki hægt, alveg sama hversu ósanngjarnt manni finnst það.“

Viðtalið við Helgu Völu er að finna í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

En ef margir starfsmenn kvarta undan sama samstarfsmanninum og vilja ekki vinna með honum, hvað er hægt að gera?

„Það er mjög flókið,“ segir Helga Vala. „Þess vegna þarf að skoða það vel. Ástæðan getur verið sú að hópurinn beiti einhvern einstakling einelti eða vilji bara losna við viðkomandi og því þarf að setja fram „konkret“ dæmi, það þurfa að vera málefnalegar ástæður fyrir kvörtuninni til að vinnuveitandinn geti metið það. Vinnuveitandi þarf að tryggja aðbúnað fólks og öryggi á vinnustað, en það breytir því ekki að ef þetta beinist gegn einhverjum einum þarf að skoða hverja ásökun fyrir sig án tillits til hinna.

„Vinnuveitandi þarf að tryggja aðbúnað fólks og öryggi á vinnustað…“

Sem dæmi má nefna mál þar sem þrír aðilar báru einn og sama einstaklinginn sökum um kynferðisbrot og því má segja að það hafi verið  yfirgnæfandi líkur á að viðkomandi væri síbrotamaður. Samt sem áður má ekki nota eitt mál til þess að byggja undir annað, það er óheimilt í sakamálarétti. Í því voru tvær af kærunum felldar niður á rannsóknarstigi en eitt mál fór fyrir dóm og þótt allir teldu yfirgnæfandi líkur á sök var hann á endanum sýknaður í héraði meðal annars vegna þess að ekki mátti benda á líkur á síbrotum. Sumir vilja meina að þetta sýni að réttarkerfið sé gerendavænt og það er svo sannarlega margt sem má laga hvað varðar brotaþola í kerfinu. Mér finnst það mjög mikilvægt að staða brotaþola sé endurskoðuð, miskabætur hækkaðar verulega og að réttarkerfið sendi brotaþolum ótvíræða viðurkenningu á alvarleika kynferðisbrota.“

Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -