Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ekki margir sem tala opinberlega um typpin á pöbbum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og rifjar upp skemmtilegar sögur.

Þorleifur Örn er sonur hjónanna Þórhildar Þorleifsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi alþingismanns Kvennalistans, og Arnars Jónssonar leikara. Þorleifur Örn er miðjubarnið í fimm systkina hópi. Hann segir að Þjóðleikhúsið, þar sem foreldrar hans störfuðu, hafi verið sitt annað heimili. Minningarnar úr leikhúsinu eru margar.

„Ég var sex ára þegar pabbi lék Platonov sem verður að lokum fyrir lest og deyr. Það þurfti að fara með mig hágrátandi út úr salnum því að pabbi minn var að deyja en ég vissi samtímis að ég væri að fara að hitta hann baksviðs eftir sýningu. Ég trúði sársaukanum og dramanu í mómentinu algerlega en vissi samt að um leið og ljósin kviknuðu að þetta væri ekki raunverulegt. Ég hef oft hugsað hvort þetta sé andartakið þar sem nálgun mín á leikhúsinu byrjaði að mótast. Uppspuni sem raunveruleiki og svo er kannski raunveruleikinn hinn sanni uppspuni.“

Þorleifur Örn stóð sem barn einnig oft á sviði, meðal annars í uppsetningu Þórhildur á Pétri Gaut þar sem Arnar lék aðalhlutverk. Hann lék einnig í kvikmyndinni Stella í Orlofi sem móðir hans leikstýrði. Hann var þá níu ára. „Þar segi ég hina epísku setningu: „Þú kveiktir í typpinu á honum.“ Ekki hefði mig grunað að öllum þessum árum seinna kynni enn þá önnur hver manneskja á landinu setninguna sem bætir svo sem upp fyrir það að í mörg ár var mér strítt mikið út af þessu – enda ekki margir 10 ára strákar sem tala opinberlega um typpin á pöbbum sínum.“ Þorleifur hlær. „Núna er bara magnað að eiga þennan litla en örugga sess í kvikmyndasögunni.“

Lestu viðtalið við Þorleif í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -