Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Reykjanesskaginn logar: „Eldgosið var bara að koma upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga og hefur kvika náð upp á yfirborð jarðar. Gosið er í Merardölum, rúman kílómeter frá Stóra-Hrúti. Tæpt ár er frá því að eldgosinu við Fagradalsfjall lauk en logar nú á ný á svæðinu.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna daga og mældist síðast í morgun kröftugur skjálfti við Kleifarvatn en sá var 4,2 að stærð. Ekki náðist í Björgunarsveitina Þorbjörn við vinnslu fréttarinnar en félagar þar hafa vaktað gosstöðvarnar.

„Eldgosið var bara að koma upp,“ sagði fulltrúi hjá lögreglunni í Grindavík í samtali við Mannlíf. Aðspurð hvort væri búið að loka vegum eða hvort slíkt væri fyrirhugað á svæðinu sagði fulltrúinn það ekki hafa verið gert að svo stöddu.  „Það er ekkert farið að gera neitt svoleiðis ennþá,“ sagði hún og taldi að innan við tíu mínútur væru frá því að byrjaði að gjósa.

Talsmaður Isavia á Keflavíkurflugvelli segir flug ekki hafa raskast enn sem komið er vegna eldgossins. „Það fara ferlar auðvitað í gang hjá okkur en það hefur ekki orðið nein röskun á flugi. Við erum í samráði við bæði Almannavarnir og Veðurstofuna og metum þetta út frá því.“

Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá gosinu. Hér má sjá það sem er að gerast.

Fréttin verður uppfærð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -