Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Eldist eins og súr mjólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlynur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, segist forðast hrollvekjur eins og heitan eldinn. Annars horfi hann á alls konar myndir, en þó aðallega vísindaskáldsögur og fantasíur. En hverjar eru ofmetnustu og vanmetnustu myndir allra tíma, að mati Hlyns?

 

Kjánalegar hliðarsögur

„Allur Hobbitaþríleikurinn eru klárlega ofmetnustu kvikmyndir síðustu ára, ef ekki áratuga. Ég tek strax fram að ég er mikill aðdáandi bóka J.R.R. Tolkien um Hobbitann og Hringadróttinssögu og mér fannst kvikmyndirnar hans Peter Jackson um Fróða og föruneyti hringsins vera algjört meistaraverk á sínum tíma.

Um daginn ákvað ég að lesa Hobbitann fyrir átta ára son minn og við skemmtum okkur báðir stórkostlega. Í framhaldi af því var horft á myndirnar og þá skemmti sonur minn sér mjög vel, en ég bara skildi ekki hvernig hægt væri að draga 300 blaðsíðna bók í 10 klst. kvikmyndaþríleik með kjánalegum hliðarsögum sem koma bókinni nákvæmlega ekkert við. Gömlu myndirnar eldast eins og rauðvín – en þríleikurinn um Hobbitann eldist eins og súr mjólk.“

Varla hægt að nálgast myndina með löglegum hætti

„Joe versus the Volcano með Tom Hanks og Meg Ryan í aðalhlutverki og í leikstjórn John Patrick Shanley er gott dæmi um vanmetna kvikmynd. Ég horfði ótrúlega oft á hana með æskuvini mínum og við skemmtum okkur alltaf jafnvel. Kunnum myndina utan að. En það þekkir enginn þessa mynd í dag og eftir að tími myndbandaleigunnar leið undir lok er varla hægt að nálgast hana með löglegum hætti.

- Auglýsing -

Almennt fær hún ekki góða dóma á kvikmyndavefsíðum og það liðu m.a.s. 28 ár þar til leikstjórinn fékk að leikstýra annarri kvikmynd, en þess ber þó að geta að hann er aðallega þekktur fyrir handritaskrif. Ég þori samt varla að horfa aftur á þessa mynd í dag og þá aðallega af ótta við að minningin sé miklu betri en myndin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -