Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Eldri borgarar sligast undan gömlum ábyrgðum á námslánum – Pabbi ráðherra innheimtir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um ábyrgðamenn námslána sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi lána var lagt af. Þá sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að tilefni væri til endurskoðunar á málinu. Dæmi eru fyrir því að eldri borgarar hafi þurft að selja heimili sín til þess að greiða upp námslán sem þau urðu ábyrg fyrir á tíunda áratugnum. Ábyrgðarmannakerfið hefur nú verið lagt af en lán sem voru í vanskilum eru ekki afturvirk. Því sé nú komin upp sú staða að hópur eldra fólks situr eftir með háar skuldir.

Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara, sagði á dögunum að það væri ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna. Hún sagði jafnframt einkaaðila hafa hag af því að fá greiddan innheimtukostnað og taldi réttast að innheimtan væri á vegum ríkisins.

Innheimtufyrirtækið Gjaldskil ehf. er eitt þeirra fyrirtækja sem sjá um innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna en Sigurbjörn Magnússon, faðir Áslaugar Örnu, er stjórnarformaður Gjaldskila og annar eigandi fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hver hagnaður Gjaldskila er á þjónustu sinni við lánasjóð námsmanna en mun Mannlíf fylgjast með framvindu mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -