Miðvikudagur 7. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

Eldsvoði í Kópavogi – Reykkafarar björguðu fjórtán vistmönnum út

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það var undir morgun þann 13.janúar 1986 þegar mikill eldur kom upp á Kópavogshælinu. DV fjallaði um málið á sínum tíma en vel gekk að bjarga vistmönnum út úr húsinu.
„Það gekk mjög fljótt fyrir sig að ná vistmönnunum fjórtán út sem voru inn i álmunni sem eldurinn kom upp í. Við sendum þrjá reykkafara strax inn sem náðu fólkinu út. Það hefur tekið okkur 7-8 mínútur að ná vistmönnunum út,“ sagði Arnþór Ingólfsson, varðstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur, sem var kallað út kl. rúmlega sex í morgun þegar eldur kom upp í einni álmu Kópavogshælisins.

Skjáskot af mynd í fréttinni árið 1986

Að sögn varðstjóra átti eldurinn upptök sín í herbergi við útidyr. Þegar slökkviliðið mætti á vettvang stóðu eldtungurnar út um glugga herbergisins og náðu upp í þakskegg hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talsvert mikill reykur var í gangi álmunnar.
„Það gekk vel að ná fólkinu út, það var fáklætt. Á náttfötunum. Við kölluðum strax starfsfólk hælisins út. Vistmennirnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans í öryggisskyni vegna hættu á reykeitrun. Tveir til þrír vistmenn fóru með hverjum sjúkrabíl,“ sagði Arnþór en mætti slökkviliðið á staðinn með fjóra slökkvibíla og sex sjúkrabíla.

Skjáskot

Mikil mildi þótti hve greiðlega björgunarstarfið gekk og voru allir fjórtán vistmenn deildarinnar fluttir á slysadeild. Flestir þeirra fengu reykeitrun vegna eldsvoðans. . „Reykeitrunin er á misjöfnu stigi hjá sjúklingunum,“ sagði Guðmundur Eyjólfsson, læknir á Borgarspítalanum, í samtali við DV um morguninn. Sagði hann sjúklingana vera mishressa. Sumir væru „slakir“ en aðrir hressir. Eldsupptök voru ókunn en slökkviliðið vann hetjudáð þennan morguninn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -