- Auglýsing -
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut í gærkvöldi. Tilkynning barst um eldinn um klukkan sjö í gærkvöld og mætti slökkviliðið fljótt á staðinn.
Eldurinn átti upptök sín í þvottahúsi og kom í ljós að kviknað hafði í út frá þurrkara.
Slökkviliðinu tókst fljótt að ná tökum á eldinum sem var ekki umfangsmikill að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Reykræstingu lauk skömmu síðar.