2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Elín Harpa sendir frá sér sitt fyrsta frumsamda lag

Elín Harpa er 23 ára tónlistarkona úr Breiðholti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elín samið tónlist í mörg ár. Elín hefur mikið sungið og spilað jazz og einnig þanið raddböndin með hljómsveitinni Bang Gang sem stýrt er af Barða Jóhannssyni. Síðustu tvö ár hefur Elín verið talsvert á flakki en hún hefur m.a. túrað með Bang Gang í Kína, svo fátt sé nefnt.

Upptökur á sólóverkefni Elínar hófst haustið 2018 og er lagið Run fyrsta frumsamda lagið sem hún gefur út. Lagið var samið í fyrra og frumflutt á Iceland Airwaves 2018 ásamt öðru efni sem kemur út á næstu misserum. Lagið var tekið upp og unnið í samstarfi við hinn hæfileikaríka Magnús Jóhann Ragnarsson. Hægt er að hlusta á Run á Spotify og Albumm.is.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is