Elísa Elínardóttir segist orðlaus yfir bréfinu sem hún fékk í gær. Það stefndi í erfið jól hjá henni líkt og hjá svo mörgum Íslendingum. Umslagið sem kom um lúguna hjá henni í gær mun þó líklega bæta úr skák.
Elísa skrifar á Facebook: „Ég er orðlaus. Rétt í þessu kom umslag inn um lúguna hjá mér og var dinglað. Ég sit með tárin í augunum yfir þessum skilaboðum og þessari gjöf.“
Í umslaginu var inneign hjá Bónus. „Ég veit ekki hver gerði þetta og get því ekki þakkað fyrir mig en hver sem þú ert – TAKK svo innilega fyrir þessi skilaboð og að létta undir hjá mér. Vá hvað það er til hjartahlýtt og fallegt fólk. Eg mun klárlega taka þetta góðverk mér til fyrirmyndar,“ segir Elísa.