Sunnudagur 1. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Elísabet átti erfitt með að horfast í augu við eigin veikindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í helgarviðtali Mannlífs er rætt við Elísabetu Guðmundsdóttur, lýtalækni, sem vakti mikla athygli fyrir orð sem hún lét falla um kórónuveiruna í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þá vakti athygli þegar hún kom til landsins og neitaði að fara í skimun og virti að vettugi reglur yfirvalda um sóttkví og mætti þess í stað á mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum sem hún skipulagði sjálf.

Í viðtalinu segir hún meðal annars frá því hvernig hún varð óvinnufær eftir slys og fór að meðhöndla sig sjálf með lyfjum sem hún hafði aðgang að vegna þess að hún var læknir.

„Ég missti stjórnina og það umhverfi og regla sem ég þarfnast til þess að geta liðið vel eru í rauninni þær aðferðir sem ég hef tamið mér og eru nú kenndar á námskeiðum fyrir fólk með ADHD. Kvíðinn og þunglyndið jókst hratt uns ég var komin í lífshættu og tengist líka skömm og sektarkennd yfir því að vera farin að meðhöndla mig sjálf með þeim lyfjum sem ég hafði aðgang að sem læknir. Kvíðinn lýsti sér sem lamandi, hræðilegur og sársaukafullur kvíði sem ég gafst alltaf upp á eftir nokkra daga og varð að taka þessi kvíðalyf því mér fannst ég annars vera að deyja.“

Hún segir mikla gæfu í því að hafa komist undir læknishendur og hrósar starfsfólki geðdeildar Landspítalans fyrir hve vel þau tóku á móti henni. Hún segir frá mikilli hræðslu og skömm sem fylgdi því að vera læknir sem lagður var inn á geðdeild.

 

„Það er erfiðara fyrir lækna en aðra að fara til læknis og við hunsum held ég einkenni okkar lengur, bítum á jaxlinn, gleymum og höldum svo áfram ein og bælum eigin einkenni, skellum í okkur ibufen og förum alltaf í vinnuna sama hvað eða eins og ég fór að meðhöndla kvíðann minn sjálf sem leiddi til þess að ég gat ekki losnað við kvíðalyfin.“

Hér má lesa viðtalið við Elísabetu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -