Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Elísabet læknir spyr Íslendinga hvenær sé komið nóg: „Lygarnar eru augljósar og endalaust margar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lýtalækninum Elísabetu Guðmundsdóttur, sem er þekkt fyrir andstöðu sína við sóttvarnaraðgerðir hérlendis í kórónuveirufaraldrinum, finnst eins og íslenska þjóðin sé stödd í aðalhlutverki í bíómynd frá tímum nasista í síðari heimstyrjöld.

Skoðun sína birtir hún í færslu á Facebook sem lítur út sem hálfgert ávarp til íslensku þjóðarinnar. Pistillinn hefst með þessari yfirlýsingu:

„Elísabet læknir hefur verið skoðuð af læknum og úrskurðuð heilbrigð, heilvita og ekki á neinum lyfjum, hvorki ólöglegum né löglegum.“

Í kjölfarið segist Elísabet aldrei hafa ímyndað sér að Íslendingar yrðu nokkurn tímann í þeirri stöðu sem þeir hafa upplifað í faraldrinum. „Börn skylduð til að sitja í skólastofum með bundið fyrir vit sér, bannað að leika sér við önnur börn, bannað að hitta ömmu og afa og öll eru þau hrædd um að valda dauða jafnvel foreldra sinna vegna folskulegra lyga um að þau smiti nýju afbrigði veiru sem er ekki til meira en nokkur annar,“ segir Elísabet ákveðin og heldur áfram:

„Elskulega gamla fólkið sem byggði upp land og lýðræði, liggur einmanna og hrætt á stofnunum þar sem komið er fram við þau sem séu þau pestin sjálf. Læknar þegja. Lýðræðið að engu orðið nema óhugnalegri einræðisstjórn og harðræði og stjórnarskrá að engu höfð.“
Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir. Mynd / Hákon Davíð Björnsson.
Læknirinn kallar etir heilbrigðir skynsemi hjá Íslendingum við að brjótast út úr dáleiðslu sóttvarnaryfirvalda. Hún spyr hvenær sé nóg komið. „Lygarnar eru augljósar og endalaust margar. Börnin fremja sjálfsvíg, biðlistar á barnageðdeild hafa margfaldast, unglingar eru einmanna, án íþrótta sinna og tómstundastarf og eru að missa trú og von á nokkra framtíð. Heimilisofbeldi, fíkn, fátækt, örmögnun, ótti, reiði, biturð, vonleysi, langvinn streita, depurð og kviði hjá ungum sem öldnum. Hvenær finnst ykkur vera nóg komið íslendingar góðir?,“ spyr Elísabet.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -