Elísabet nálgast markið í 400 kílómetra hlaupi

Deila

- Auglýsing -

Hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir er að nálgast markið í Ultra Gobi-hlaupinu en um 400 kílómetra hlaup í Gobi-eyðimörkinni er að ræða þar sem þátttakendur hafa 150 klukkustundur til að ljúka við vegalengdina. Elísabet á 20 kílómetra eftir.

„Hún er á svakalegri siglingu. Hún er í eyðimerkurlandslagi, sandur og rok. Það bítur ekkert á hana. Hún er þó komin með blöðru sem er að valda sársauka. En hún lætur það ekki á sig fá. Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu. Klukkan í Gobi er 18:00 og það fer að koma myrkur. Hún var spurð hvaða lag ætti að spila í markinu. Einhverjar tillögur?“ segir í stöðuuppfærslu sem birtist á Facebook-síðu hennar.

Elísabet komst í símasamband fyrr í dag og birti nokkrar myndir á Facebook. Þar kom fram að henni líður vel og náði að hvílast vel fyrir lokasprettinn.

Mynd / Af Facebook-síðu Elísabetar

- Advertisement -

Athugasemdir