Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Elísabet segir fleiri þolendur hafa stigið fram: „Þessar stelpur voru á aldrinum sextán til nítján“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sex konur til viðbótar hafa bæst við í þolendahóp kvenna sem kvarta undan samskiptum sínum við Pétur Örn Guðmundsson söngvara. Elísabet Ormslev söngkona sagði frá þessu í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþætti hennar Eigin konur.

Sjá einnig: Elísabet Ormslev var í eitruðu sambandi við eldri mann: „Ætlarðu ekki örugglega í fóstureyðingu?“

Fyrir helgi steig Elísabet fram í Fréttablaðinu og sagði frá eitruðu sambandi sem hún átti í með Pétri en sambandið hófst þegar hún var aðeins 16 ára og hann rétt undir fertugu. Segir hún í hlaðvarpsþættinum að sex konur hafi haft samband við hana eftir að hún steig fram, með sögur af samskiptum sínum við Pétur en þær voru allar sextán til nítján ára þegar sögurnar áttu sér stað. Fullyrðir Elísabet að dæmin séu mun fleiri.

„Eftir að ég póstaði þessu hef ég fengið alveg sex sögur [frá stelpum sem hafa verið með honum], sem hafa lent í honum líka. Allar þær, og ég veit að það eru fullt af öðrum. Allar þessar stelpur voru á aldrinum sextán til nítján ára þegar hlutirnir áttu sér stað. Hann var nafngreindur á Twitter, ekki af mér heldur öðrum, og þá byrjaði allt að hrúgast inn,“ segir Elísabet.

Hún hélt áfram, „þetta var basically: „Hey ég líka.“ Ég hef heyrt fleiri sögur […] sem hafa líka lent í því að hann hefur verið ógeðslega ágengur við þær, náði þeim ekki en var stanslaust að áreita.“

Hún segir Eddu frá því að hann geti verið mjög sjarmerandi en að hann eigi sér mjög myrka hlið.

- Auglýsing -

„Ein sem ég heyrði af sem var nítján ára, sem hann lét bara ekki í friði. Málið er að hann er svo bullandi sjarmerandi, hann getur verið svo sjarmerandi og sett upp svo mikið „nice guy act“ og það halda allir að hann sé bara mest næs gaur í heimi. Hann getur líka verið mjög fyndinn, þannig hann er bara svolítið trúðurinn á svæðinu sem öllum finnst fyndinn og næs, en svo á hann þessa ótrúlega myrku hlið á bak við grímuna sem enginn veit nema þú þekkir hann svona eins og ég þekki hann.“

Sjá einnig: Hver er Pétur „Jesú“? – Tónlistarmaðurinn sem er sagður hafa átt í sambandi við 16 ára stelpu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -