Miðvikudagur 8. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Ellefu þúsund jarðskjálftar mælst nálægt Keili síðan í lok september: Nokkuð dregið úr virkni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jarðskjálftahrinan sem hófst við Keili í lok september hefur verið ansi þrálát. Alls hafa 11.000 skjálftar mælst á svæðinu – þar af 19 skjálftar 3,0 eða stærri að stærð; sá stærstimældist 4,2 í byrjun október.

Undanfarið hefur verið nokkuð stöðug smáskjálfta virkni á umræddu svæði; hafa mælst á milli 100 til 200 skjálftar þar á sólarhring; flestir undir 1,0 að stærð.

Síðast mældist skjálfti sem var yfir 3,0 stærð þann 13. október og því hefur dregið nokkuð úr virkni miðað við í upphafi hrinunnar; þá mældust meira en 1.000 skjálftar á sólarhring nálægt Keili.

Engin leið er að segja til um hvort virkni taki sig aftur upp á svæðinu, samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -