Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Elliði bæjarstjóri bjargaði ungum drengjum úr háska:„Komust til síns heima uppfullir af hangikjöti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þeir komust til síns heima á  mánudag, uppfullir af hangikjöti og graflaxi,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.

Elliði býr á Hjalla í Ölfusi, utan alfaraleiðar. Hann bjargaði tveimur ungum drengjum, 16 og 17 ára, úr háska um helgina. Í samtali við Bítið á Bylgunni í morgun sagði hann að þeir hefðu dúkkað upp hjá fjölskyldunni á laugardag eftir að bíllinn þeirra lenti utan vegar í óveðrinu. Ekki reyndist vera nokkur leið að ná bifreiðinni upp á veginn.  Drengirnir enduðu svo með að gista hjá fjölskyldunni og komust ekki til síns heima fyrr en á mánudag, eftir tveggja sólarhringa dvöl í faðmi fjölskyldu bæjarstjórans.

„Það vildi svo heppilega til að konan mín fékk matarkörfu í jólagjöf á föstudag,“ sagði Elliði í Bítinu. Því lifði fjölskyldan á hangikjöti, svínahamborgarhrygg og graflaxi um helgina. Það kom sér vel þegar ungu mennirnir bættust við. Elliði sagði í samtali við Mannlíf að hann vissi ekki önnur deili á ungu drengjunum en að þeir heita Kristófer og Þröstur.

Elliði er fjölhæfur bæjarstjóri en hann var á fullu að moka snjó á gröfu í morgun þegar Bítið á Bylgjunni ræddi við hann. Hann var enn að moka þegar Mannlíf hafði samband við hann klukkustund síðar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -