Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Elliði segir Sólveigu Önnu ekki lesa í aðstæður: „Sér ekki hættuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitastjórinn í Ölfusi segir formann Eflingar ekki meta rétt þær aðstæður sem hafa skapast í þjóðfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Skynsamlegra sé að bíða með kjaraviðrræður og verkföll þar til veiran er um garð gengin.

„Mér finnst fráleitt að fólki skuli láta detta sér í hug að maður sé að nota þessa veiru í PC skyni, þegar við erum að ganga í allskonar störf sem við gerum kannski ekki dag dagslega til að börn heilbrigðisstarfsfólks geti mætt í leikskóla og foreldrarnir sinnt störfum sínum. Allir eru að leggjast á eitt að berjast gegn þessari ógn og á þeim tíma finnst mér að kjaraviðræður ættu að bíða. Þetta er bara þannig ástand. Óháð skoðun okkar á kjörum fólks. Á meðan við erum í almannavarnaástandi þá eiga kjaradeilur að víkja til hliðar. Við höfum nægan tima til að takast á við þær síðar og ég ítreka að það er óháð skoðun minni a launasetningu. Mér finnst þessi ummæli hennar alveg fráleit,“ segir Elliði Vignisson, sveitastjóri í Ölfusi.

Í samtali við Mannlíf sagðist Sólveig Anna vera hissa á því að Elliði beindi spjótum sínum að henni, eins og hann hafi gert á vefsíðunni hafnarfréttir.is, þar sem hann gagnrýndi hana fyrir ýmis ummæli í kjaraviðræðum. Fannst henni nær að hann beitti sér fyrir því að fólk fengi laun sem allir gætu verið sáttir við.

„Ég beini því stíft til fólks að taka stöðuna alvarlega, í þessum fordæmalausum aðstæðum sem þjóðin er í og því ítreka ég að mér finnst að hún megi skammast sín.“

Elliði segist á móti vera undrandi á því að Sólveig Anna skuli ekki lesa í aðstæður í þjóðfélagnu. „Ég er hreinlega ósáttur við að hún sjái ekki hættuna í þessu ástandi. Ég beini því stíft til fólks að taka stöðuna alvarlega, í þessum fordæmalausum aðstæðum sem þjóðin er í og því ítreka ég að mér finnst að hún megi skammast sín.“

Félagsmenn Eflingar jafn útsettir fyrir veirunni og aðrir

Elliði segir að annars megi Sólveig Anna endilega hafa samband við sig,. „Já, kannski þegar við erum hætt að berjast við lífshættulega veiru á Íslandi. Þá skulum við ræða málin og það má vel vera að við getum fundið sameiginlegan flöt á baráttumálum. Því það kann nefnilega vel að vera að félagsmenn Sólveigar Önnu þurfi á sömu baráttu að halda, þeir eru jafn útsettir fyrir veirunni og aðrir. Hún þar á meðal.“

- Auglýsing -

Hann kveðst vitanlega hafa skilning á því að Eflingarfólk vilji ná ákveðnum málum í gegn í kjaraviðræðum en að aðgerðir þess komi sérstaklega hart niður á Ölfusi í því ástandi sem ríki í þjóðfélaginu.

„Hjá okkur er flest Eflingarfólk að sinna þrifum á leikskólum og víðar. Á þessum tíma sem þessir starfsmenn eru í verkfalli koma leiðbeiningar frá landlækni um að við þurfum að þrífa oftar út af veirunni. Þannig að þessir starfsmenn gegnir mikilvægu hlutverk í þessari vörn. Að loka stofnunum núna er erfiðara en oft áður því ef börn heilbrigðisstarfsfólks kemst sem dæmi ekki á leikskóla þá getur heilbrigðisstarfsfólk ekki mætt til vinnu. Það dettur úr öryggisteyminu ef við lokum leikskólum. Þannig að auðvitað koma verkföll verr niður á okkur.“

Veltir fyrir sér réttmæti verkfalla

- Auglýsing -

Elliði undirstrikar það að hann skilji vel að fólk fari í verkföll til að undirstrika mikilvægi starfa sinna og til að ná fram ákveðnum kjarabjótum, en spyr hvort slíkar aðgerðir séu réttlætanlegar núna. „Núna þegar við gætum öll, ég, Sólveig Anna og hennar fólk, þurft á þessu heilbrigðisstarfsfólki að halda,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -