Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Elsku fólk. Sá sem „BJÓ“ þarna er ég!“ – Kristján kvartar undan greni en þá stígur Svavar fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ljótt að sjá, rétt við göngubrúnna og bensínstöðina , virðist vera aðsetur fyrir unglinga eða fíkla, bærinn þarf að vera fljótur til að eyða svona bælum áður en þau ná fótfestu.“

Þetta skrifar Kristján nokkur í Facebook-hóp íbúa í Breiðholti og birtir hann meðfylgjandi myndir sem sýna aðstöðu fíkils í kjarri. Raunar er nærtakast að kalla það greni. Þessi kvörtun tekur þó óvænta jákvæða stefnu þegar sá sem ber ábyrgð á þessu stígur fram og segist í dag edrú í nokkra mánuði. Ekki nóg með það þá ætlar hann að þrífa svæðið.

„Elsku fólk. Sá sem „BJÓ“ þarna er ég! Í viðjum fíknarinnar á götunni í um 2 ár rétt rúmlega. Það er vissulega gott að búa í breiðholti,  þessi staður og þetta tjald varð til þess að ég komst lífs af. Allann þann tíma sem ég var þarna hafði ENGINN afskipti „skiljanlega“. Ég veit það ekki en að sjá mörg hver kommentin hérna er soldið barnalegt. Hugsum frekar hvað er hægt að gera fyrir fólk sem er raunverulega í þessari stöðu en að líta á eitthvern hátt niður á það,“ segir Svavar sem minnir á að veikindi liggja þar að baki.

Svavar segist ætla að taka til hendinni og þrífa svæðið. „Fordómar frá fullorðnu fólki sem auðsjáanlega hefur ekki hunds vit á alkohólisma…. Ég ætlaði mér aldrei að skilja við þetta svona og biðst innilegrar afsökunar fyrir það. Þessu verður kippt í liðinn á morgun. Eftir að ég var þarna hefur annar aðili komið sér fyrir þarna og þarna eru t.d. dekk af reiðhjólum og fl sem ég kannast ekki við og sjónvarp og fl….. En einsog ég sagði þá verður þetta lagað og það á morgun! Ást og friður til ykkar,“ segir Svavar.

Hann minnir svo á að það séu ekki allir jafn heppnir og hann að komast lífs af eftir að búa á götunni. Annars maður bjó þarna á eftir honum og hann getur lítið hjálpað við þrif. Svavar svarar konu sem óttast að hann rústi heimili manns sem kom á eftir honum. „Heimili? Þetta er ekki heimili! Þetta er sundurtættar lufsur af tjaldi sem heldur hvorki vatni né vind. „Rusl“ Það er enginn þarna lengur sem heldur til þarna. Ég veit hvar maðurinn er sem var þarna á eftir mér og hann gerir nú ekki mikið í þessu þar sem hann er niður kominn blessaður. Blessuð sé minning hans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -