Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Eltihrellar konungsfjölsyldunnar aldrei verið fleiri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eltihrellum bresku konungsfjölskyldunnar hefur fjölgað töluvert eftir að Meghan Markle giftist inn í fjölskylduna.

Síðan Harry Bretaprins og Meghan Markle gegnu í hjónaband í maí á síðasta ári hafa eltihrellum konungsfjölskyldunnar fjölgað til muna og hafa þeir aldrei verið fleiri heldur en núna.

Þessu er greint frá á vef The Sun. Þar er talað um að 25% aukning hafi orðið á eltihrellum sem ofsækja bresku konungsfjölskylduna síðan Harry og Meghan giftu sig.

Núna munu eltihrellarnir vera 160 talsins en talið er að konungsfjölskyldunni gæti staðið veruleg ógn af fimm þeirra.

Dai Davies, fyrrverandi öryggisvörður úr teymi konungsfjölskyldunnar, segir að að sú staðreynd að Meghan sé dökk á hörund og fædd og uppalin í Bandaríkjunum trufli allra íhaldssömustu eltihrellana sem öryggisverðir konungsfjölskyldunnar fylgjast með.

Þess má geta að þúsundir bréfa berast í konungshöllina á ári og inniheldur ákveðinn hluti af þeim hótanir af ýmsum toga. Fyrir rúmu ári barst Meghan og Harry þá til að mynda bréf í Kens­ingt­on-höll sem innihélt hvítt duft og skilaboð sem einkenndust af kynþáttahatri. Í ljós kom að duftið var ekki skaðlegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -