• Orðrómur

Endalaust þakklát eftir björgun á gosstöðvunum: „Ég er svo fegin að búa á Íslandi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Klaudia Katarzyna birti þakklætisbréf eftir giftursamlega björgun á gosstöðvunum í Geldingadölum. Þar fótbrotnaði hún og var henni bjargað niður af fjallinu af björgunarsveitafólki.

Bréfið birti Klaudia inni í fjölmennum hópi á Facebook, braski og bralli, þar sem augljóst er að hún er afar þakklát öllum þeim sem komu að björguninni.

„Ég er ekki að selja neitt en ég vill þakka kærlega fyrir hjálp sem ég fékk frá fólkinu á leiðinni niður gosinu á laugardagskvöld. Það voru svo margir sem fóru úr fötum til að breiða yfir mér og búa til skjól á meðan ég var liggjandi þarna fótbrotinn. Það var mikið vindur og blás beint í andlitið og mér var svo svakalega kalt. Ég er svo fegin að búa á Íslandi,“ segir Klaudia og bætir við:

- Auglýsing -

„Það var stelpa sem var hjá mér, hún var að passa að ég andi rólega og leyfði mér að kreista hendina sína á meðan björgunarsveitamenn setti spelku á fótinn. Ég man ekki hvað hún hét en hún er algjör engill þessi stelpa. Takk.“

Klaudia fótbrotnaði á leið niður fjallið frá gosstöðvunum.

Yfir hundrað manns hafa sent Klaudia batakveðjur eftir slysið og nærri þrjú þúsund lækað við þakklætiskveðju hennar sjálfrar. Gunna er ein þeirra sem sendi kveðju. „Sem betur fer erum við ekki orðin gjörsneydd allri samkennd. Góðan bara þakkláta kona,“ segir Gunna.

- Auglýsing -

Ilmur Dögg er ein þeirra björgunarsveitarmanna sem hjálpaði á slysstað. Hún er greinlega engillinn sem Klaudia talar um. Mikið er ég glöð að þessi sjálfsagða sáluhjálp kom að gagni. Mín var ánægjan öll, kæra Klaudia. Hef hugsað mikið til þín og óska þér innilega góðs bata,“ segir Ilmur.

Svandís er líka ein þeirra sem kom Klaudiu til aðstoðar. Vonandi líður þér betur. Kveðja sú sem fór með þig í röntgen,“ segir Svandís. 
Og Helga var líka til í að hjálpa. Góðan bata, gengum framhjá þér rétt í þann mund sem björgunarsveitin kom til þín, gott að þú fékkst svona góða hjálp, sáum einmitt að það var fullt af góðviljuðu fólki hjá þér oģ ákváðum að vera ekki að troðast. Hefði annars ekki hugsað mig tvisvar um,“ segir Helga. 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -