Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.8 C
Reykjavik

Endurgreiðsla ríkissjóðs vegna True Detective þáttanna hljóðar upp á 3,6 milljarða króna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kvikmyndamiðstöð hefur nú birt lista yfir sjónvarps- og kvikmyndaverkefni er hafa fengið framleiðslukostnað endurgreiddan það sem af er þessu ári.

Fjórða þáttaröð True Detective, sem er langstærsta verkefni Íslandssögunnar, er ekki komin á listann, enda tökum ekki lokið; talið er að endurgreiðsla ríkissjóðs vegna þáttanna geti numið um 3,6 milljörðum.

Sjónvarps-og kvikmyndaverkefni sem eru að hluta til framleidd á Íslandi eiga rétt á 25 prósent endurgreiðslu; 35 prósent ef tiltekin skilyrði eru uppfyllt.

Hafa sjónvarpsþættirnir Halo, byggðir á samnefndum tölvuleik, sem sýndir eru Paramount+ hafa fengið hæstu endurgreiðsluna; 149 milljónir króna.

Næsthæsta á listanum var kvikmyndin Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson; 108 milljónir.

Á listanum áðurnefnda eru nokkrar íslenskar kvikmyndir; Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur, fékk 42 milljónir króna endurgreiddar úr ríkissjóði.

- Auglýsing -

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Elfar Aðalsteins, fékk 62,5 milljónir króna.

Af öðrum verkefnum er hafa fengið endurgreitt úr ríkissjóði má til dæmis nefna Áramótaskaupið, vinsælasta þátt hvers árs til áratuga; fékk Skaupið 13,8 milljónir króna endurgreiddar úr ríkissjóði; það þýðir að kostnaðurinn er svipaður og síðustu ár, eða um 55 milljónir króna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -