Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Endurkoma Gunnars í búrið: „Eins og járnkarl í fanginu á mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Tilfinningin er góð, mjög góð,“ sagði Gunnar Nelson í samtali við Fréttablaðið í O2 höllinni í Lundúnum í gærkvöld. Vann Gunnar með yfirburðum gegn Takashi Sato en var bardaginn endurkoma Gunnas í UFC. Bardaginn átti sér stað sem fyrr segir í Lundúnum en sagði Gunnar Takashi hafa verið erfiðan andstæðing.
„Hann var alveg eins og járnkarl í fanginu á mér“.

Þrátt fyrir erfiðan andstæðing kom Gunnar óskaddaður frá bardaganum og fékk ekki mörg högg á sig. Hann sagðist spenntur að komast aftur að æfa fyrir næsta bardaga en verður hann í Lundúnum fram á næstu viku til þess að aðstoða annan bardagamann fyrir hans keppni. Að lokum þakkaði Gunnar Íslendingum fyrir stuðninginn.
„Takk kærlega fyrir mig, takk fyrir að fylgjast með og takk fyrir allan stuðninginn í gegnum þetta allt.“
Viðtalið við Gunnar má nálgast í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -