Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Endurnýjað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG: Heilbrigðisráðuneytið til Framsóknar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er lokið flokksfundum VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, og samþykktu flokkarnir þrír að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið.

Í dag var fundað á fullu: Miðstjórn Framsóknarflokks og flokksráð Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu stíft í allan dag; farið var yfir stjórnarsáttmála flokkanna.

Miðstjórn Framsóknarflokks og flokksráð Sjálfstæðisflokks samþykktu stjórnarmyndunina um á sjötta tímanum í dag; flokksráð VG samþykkti stjórnarmyndunina rétt um sjö.

Í tilkynningu frá VG segir að 80% flokksráðsfulltrúa hafi samþykkt stjórnarsáttmálann: Á annað hundrað manns voru á fundinum; Þar af um hundrað með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar:

„Miklar umræður urðu um stjórnarsáttmálann og var fundur VG lengri en sambærilegir fundir hinna stjórnarflokkanna, enda rík hefð innan hreyfingarinnar að ræða málin vel og lengi,“ segir í tilkynningu VG.

Nokkrar breytingar verða á ráðuneytum ríkisstjórnarinnar; heilbrigðisráðuneytið mun fara til Framsóknar; ásamt splunkunýju innviðaráðuneyti með samgöngu-, sveitarstjórnar-, húsnæðis- og skipulagsmálum.

- Auglýsing -

Þá verður mennta- og menningamálaráðuneytinu skipt upp og mun Framsóknarflokkurinn fara með skóla- og barnamál.

Einnig verður uppstokkun á atvinnumálum; mun Framsókn fara með ferðaþjónustu, menningu, skapandi greinar, viðskipti og samkeppnismál.

VG mun stýra forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og matvæla- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

- Auglýsing -

Stærsti flokkur landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, mun stýra fjármálaráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og hluta atvinnumála með nýsköpun ásamt háskólamálum.

Á morgun verður svo nýji stjórnarsáttmálinn kynntur opinberlega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -