Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Endurnýtir kjólinn sem var sérsaumaður á hana fyrir 30 árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfbærni og umhverfisvernd innan tískubransans hefur verið í brennideplinum undanfarið. Margir fatahönnuðir og tískuhús heims leita nú leiða til þess að fara umhverfisvænar leiðir og margt áhrifafólk innan tískuheimsins hvetur fólk til að vanda valið þegar kemur að fatakaupum og kaupa endingarbetri föt.

Leikkonan Laura Dern lætur sitt ekki eftir liggja en nýverið vakti hún athygli fyrir að klæðast kjól sem var sérsaumaður á hana árið 1990.

Laura klæddist umræddum kjól í eftirpartíi Vanity Fair eftir Óskarsverðlaunahátíðina fyrr í mánuðinum, 30 árum eftir að hann var saumaður á hana. Kjóllinn er úr smiðju Giorgio Armani en hún klæddist honum fyrst opinberlega árið 1995, fimm árum eftir að hann var saumaður á hana.

Í millitíðinni klæddist Dern kjólnum einnig árið 2013 í partíi Vanity Fair.

Dern hefur fengið mikið hrós fyrir að nýta kjólinn vel. En Dern er ekki sú eina sem mætti í kjól sem hún átti inni í fataskáp í partý Vanity Fair því Jane Fonda klæddist síðkjól sem hún fékk árið 2014 og leikkonan Elizabeth Banks klæddist rauðum kjól sem hún fékk árið 2004.

- Auglýsing -

Notað í staðin fyrir nýtt

Þess má geta að gestir BAFTA-verðlaunahátíðarinnar, sem fór fram í byrjun febrúar, voru hvattir til að mæta í notuðum fötum á hátíðina í stað þess að kaupa ný föt. Gestir BAFTA voru margir hverjir himinlifandi með þessi skilaboð og fengið föt lánuð eða leigð eða fóru í eitthvað sem þeir áttu nú þegar inni í fataskáp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -