• Orðrómur

Engin einnota föt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, hvetur neytendur til að vanda valið meira þegar kemur að fatakaupum og hætta að hugsa um flíkur sem einnota.

 

Anna nýtti tækifærið í viðtali við Reuters og biðlaði til fólks að hugsa betur um fötin sín og gefa heilleg föt áfram í stað þess að henda þeim þegar viðkomandi hættir að nota þau.

Hún hvatti fólk til að kaupa vönduð föt og útrýma þeirri hugsun að föt geti verið einnota. Hún segir þetta vera skilaboð sem séu gegnumgangandi í Vogue. „Þetta snýst um að miðla því til lesenda okkar – að halda upp á þau föt sem þeir eiga og kunna að meta þau. Og nota fötin aftur og aftur,“ sagði Anna.

- Auglýsing -

Patricia Espinosa, leiðtogi loftslagsskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, hefur hrósað Önnu fyrir þennan boðskap og segir útgáfufyrirtækið Condé Nast’s sem gefur út Vogue geta haft mikil áhrif með því að veita lesendum upplýsingar og fróðleik um sjálfbæra og umhverfisvæna tísku.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Klassísk hönnun fer aldrei úr tísku

Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir eru bæði menntaðir hönnuðir og hafa unnið í tískubransanum í áraraðir,...

Fjallað um hönnun Arnars Más á vef Vogue

Í nýrri grein á vef bandaríska Vogue er að finna viðtal við íslenska fatahönnuðinn Arnar Má Jónsson. Arnar Már og...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -