Fimmtudagur 19. maí, 2022
7.8 C
Reykjavik

Engin gögn til hjá Kópavogsbæ sem styður Helgu: „Það er ekki í skjalakerfi Kópavogsbæjar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kópavogsbær hefur engin gögn í höndunum sem styður fullyrðingar Helgu Jónsdóttur um samkomulag milli hennar og Síldarútvegsnefnd sem samþykkt var fyrir 40 árum.

Fram kom í orðrómi hjá Mannlífi í gær að deilur hafi staðið yfir lóðamörk Þinghólsbrautar 75 í Kópavogi en þar býr Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs sem bjóða fram í kosningunum. Því er haldið fram að garður Helgu teygi sig langt út fyrir rétt lóðamörk. Helga þvertekur fyrir þetta og berst með oddi og egg fyrir því að halda svæði sínu og því sem kallað hefur verið landnám Helgu af gárungum og öðrum sem vilja réttlæti í lóðamálum, líkt og stóð í orðróminum.

Sjá einnig: Helga oddviti sökuð um landnám

Helga Jónsdóttir
Ljósmynd: vinirkopavogs.is

Helga sagði í samtali við Mannlíf að gögn sem styðja hennar mál væru til hjá Kópavogsbæ, bæði teikningar og yfirlýsing frá arkitektinum sem gerði samningin á sínum tíma. Mannlíf sendi tölvupóst á nokkra meðlimi skipulagsráðs Kópavogs en Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar svaraði á eftirfarandi hátt:

„Ég get ekki svarað til um hvort samkomulag um afnot af lóðinni hafi verið gert eða á hvaða formi. Það er ekki í skjalakerfi Kópavogsbæjar. Þinglýstar kvaðir á lóðir má nálgast í fasteignaskrá.“

Mannlíf fann ekki lóðina í fasteignaskrá Þjóðskrár en samkvæmt kortagögnum Kópavogsbæjar nær garðurinn lagt út fyrir mörk eignarinnar.

Þingholtsbraut 75. Rauði kassinn sýnir lóðarmörkin. map.iskopavogur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -