Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Enginn skóli í Grímsey næsta vetur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Næsta vetur verður ekkert skólahald í Grímsey en það var nýlega samþykkt í Fræðsluráði Akureyrarbæjar. Fyrir liggur að sú ákvörðun verði endurskoðuð fyrir næsta skólaár.

Í vetur hafa þrír nemendur stundað nám við grunnskólann og tvö börn verið á leikskólanum. Á vef Vikudags segir Karen Nótt Halldórsdóttir, skólastjóri í Grímseyjarskóla, að ein fjölskylda sé að flytja frá eynni og eins og staðan sé í dag verði engir nemendur næsta vetur. Hún bætir við að þetta verði vonandi ekki til frambúðar enda sé húsnæðið til staðar og öll námsgögn. „Við Grímseyingar vonum það besta og að skólaganga muni hefjast að nýju,“ segir Karen á vef Vikudags.

Akureyrarkaupstaður og Grímseyjarhreppur voru sameinuð árið 2009 eftir að sam­ein­ing sveit­ar­fé­lag­anna var samþykkt í kosningum sem fram fóru sam­hliða alþing­is­kosn­ing­un­um. Sam­ein­ing­in var samþykkt með 69,3% at­kvæða á Ak­ur­eyri og 88% at­kvæða í Gríms­ey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -