- Auglýsing -
Enn eykst skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa um 40 skjálftar mælst við kvikuganginn við Sundhnúksgíga frá því á miðnætti.

Allt í allt hafa skjálftarnir verið í kringum 70 á síðasta sólarhring; þeir eru smáir en dragi til tíðinda gæti það gerst hratt að sögn náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands.

Að öðru leyti er staðan hvað varðar jarðhræringar á svæðinu svipuð og síðustu daga.