Fimmtudagur 23. júní, 2022
8.8 C
Reykjavik

Ingunn og brottrekstur grunaðra: „Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þá sit ég uppi með manneskju í fyrirtækinu mínu sem hefur að líkindum sýnt af sér gríðarlegan karakter- eða að minnsta kosti dómgreindarbrest. Er það ekki sama dómgreindin og viðkomandi notar við aðra ákvörðunartöku, meðal annars innan fyrirtækisins míns? Vil ég treysta á þesa dómgreind? Er þetta líka manneskja sem ég treysti fyrir því að byggja upp heilbrigða menningu innan fyrirtækisins?“ Þetta skrifar lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro í grein sem birtist í Lögmannablaðinu á föstudaginn.

Hún veltir fyrir sér nokkrum spurningum. Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi?

Ingunn kom fram í fjölmiðlum og ræddi þessi mál í kjölfar þess að ásakanir á hendur fimm háttsettum mönnum í íslensku þjóðfélagi komust í hámæli í byrjun janúar. Þrír þeirra sátu í stjórnum stórra fyrirtækja en viku frá í kjölfar þess að ásakanirnar, sem Vítalía Lazareva bar á þá, voru umfjöllunarefni fjölmiðla.

Í ljós kom að stjórn Ísey útflutnings, sem Ari Edwald var framkvæmdastjóri hjá, var meðvituð um ásakanirnar áður en þær voru til umfjöllunar hjá fjölmiðlum en tekin hafði verið ákvörðun um það í stjórninni að ekkert yrði aðhafst nema meira kæmi fram um málið.

Ingunn skoðar viðbrögð vinnuveitenda við ásakanir sem kunna að vera bornar á hendur stjórnendum þeirra. Hún situr sjálf í fjölda stjórna fyrirtækja, þar á meðal í stjórnum Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood.

Þolendur segi satt í yfir 90 prósent tilvika

Hún segir að innan lögfræðinnar sjálfrar sé jafnstrangri sönnunarbyrði ekki beitt annars staðar og gert er í refsimálum. Stjórnendur fyrirtækja taki ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir út frá alls kyns ástæðum.

- Auglýsing -

„Af hverju eiga þeir í erfiðustu málunum, þar sem áhrifin á fyrirtækið eru hvað mest, að vísa frá sér ábyrgðinni og láta annað kerfi, dómskerfið, um ákvarðanatökuna? Er það ekki hlutverk stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir? Er brottrekstur úr starfi ekki viðskiptaleg ákvörðun?“

Hún skrifar að sér líði ekki illa með þessa nálgun vegna þess að rannsóknir sýni að rangar sakargiftir séu einungis í 2-10 prósent tilvika: Þolendur segi satt í 90-98 prósentum tilvika.

„Er ég þá orðin hluti af „dómstól götunnar“? Kannski. Ég er hins vegar að gera það sem mér er ætlað; að gæta hagsmuna fyrirtækisins með ákvörðun sem er byggð á mjög sterkum líkum.“

- Auglýsing -

Ingunn veltir því upp í greininni hvort það sé fyrirtækjum til góðs að halda inni fólki sem hafi verið sakað um brot gegn annarri manneskju. Hún bendir á að aðeins um 10 prósent brotaþola kæri mál sín til lögreglu og ekki ákært nema í minnihluta þeirra mála.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -