Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Er ekki kominn tími til að hætta að refsa fólki fyrir að neyta vímuefna?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðþekktir Íslendingar létu ýmis skrautleg ummæli falla í vikunni.

„Ég hef á langri ævi kynnst fjölmörgum alþingismönnum úr öllum stéttum og flokkum, á mismunandi aldri og af báðum kynjum. Þeir hafa verið ólíkir um margt en eitt er þeim öllum sameiginlegt: Að vilja halda í þingsætið sitt hvað sem það kostar.“
Óttar Guðmundsson geðlæknir í pistli í Fréttablaðinu.

„Ef ferðastyrkurinn er ferðagjöf stjórnvalda er gistináttagjaldið þá „ferðarán stjórnvalda“? Það er þó ekkert miðað við „útvarpsránið“ og öll „grænu ránin“ sem fjölgar nú hratt.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

„Ferðagjöf stjórnvalda, að taka úr sameigninni og senda á þrælana skilyrta ávísun er „gjöf stjórnvalda“? — skýrari verður birtingarmynd „Ríkið það er ég“ heilkennis ekki.
Halldór Högurður, textasmiður með meiru.

„Að þykjast vera góður en vera í raun mjög vondur-siðlaus, tilfinningalaus án samkenndar er algengari í kirkjum en ég hefði trúað.“
Jónína Ben opnar sig á Facebook um „kirkjupólitík“ í Krossinum.

„Menn veðjuðu á rangan hest.“
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður lá ekki á skoðunum sínum um gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í útvarpsþættinum Sprengjusandi.

- Auglýsing -

„Að baki Sorpuklúðrinu, þar sem rúmum fimm milljörðum hefur verið eytt í úrelta tækni standa að mestu leyti sömu aðilar og vilja byggja borgarlínu, en þar einnig óljóst með aðferð, verð og tækni. Ekki er það traustvekjandi.“
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

„Við erum með efniviðinn í annan faraldur og þess vegna þurfum við að hegða okkur skynsamlega.“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, ræddi ákvörðun yfirvalda um að opna landamæri Íslands á ný á Sprengisandi á Bylgjunni.

„Stefna komandi kosningar í leðjuslag? Guðmundur Franklín segist hafa stóra vopnageymslu af upplýsingum gegn stuðningsmönnum Guðna á RÚV, það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.“
Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins á Facebook.

- Auglýsing -

„Eini árangurinn sem stóru fyrirtækin skila er sá að þau draga meira fé til eiganda síns.“
Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi ræddi stóru útgerðarrisana á Útvarpi Sögu.

„Landsliðin komin í Puma. Soldið eins og unglingur sem fær alvörutískuföt í fyrsta sinn og þarf ekki lengur að vera í flauelsbuxum af frænda sínum og dóti sem einhver prjónaði á hann.“
Bergur Ebbi um nýja landsliðstreyju með nýju merki knattspyrnulandsliðsins.

„Er ekki kominn tími til að hætta að refsa fólki fyrir að neyta vímuefna?“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -