Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Er forsetinn að reyna að koma reglu á þá óreglu sem virðist hafa verið á vínmálum embættisins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú berast þær fréttir frá skrifstofu forseta að gera eigi birgðatalningu í vínkjallaranum. Svo mikið liggur við að nýr ráðsmaður er kallaður úr sumarfríi til að taka behold,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í færslu á Facebook-síðu sinni og bætir við með spurningum:

„Hvers vegna núna kann einhver að spyrja ? Hyggst forseti með talningu sanna að fyrrum kokkur hans – ráðsmaður – og fyrrum forsetaritari hafi ekki skammtað sér embættisvín til eigin brúks eða er forsetinn kannski að reyna að koma reglu á þá óreglu sem virðist hafa verið á vínmálum embættisins.“

Sigurður G. segir að „væntanlega ætlar embætti forseta þá einnig að hefja skráningu allra víninnkaupa og vínúttekta í birgðabókhald. Slíkt virðist ekki hafa tíðkast og það vissu starfsmennirnir sem gengu í vín embættisins eins og þeir ættu það.

Ætli embættið að finna út hið rétta og sanna um Bessastaðavínið og ráðstöfun þess væri auðvita ráðlegt að skoða reikninga stílaða á embættið fyrir öllum áfengiskaupum. Þá ætti meðal annars að koma í ljós hvort veruleg aukning hefur orðið á innkaupum á sterkum vínum milli ára.“

- Auglýsing -

Og heldur áfram, ótrauður:

„Forsetaskrifstofan getur svo spurt kokkinn sem var ber að ofbeldi hvort mikið hafi verið um sterka drykki í veislum á Bessastöðum. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir forsetaembættið að skoða reikninga sem starfsmenn hafa framvísað vegna áfengiskaupa úti í bæ og sagt tengjast veitingum í þágu embættisins.

Getur verið að á gjaldahlið í rekstri forsetaembættisins séu liðir embættinu og rekstri þess með öllu óviðkomandi ? Getur verið að þetta hafi verið nefnt við forseta og forsetaritari haft spurn af?

- Auglýsing -

Færi ekki betur á því að Ríkisendurskoðun tæki behold á Bessastöðum, kannaði víninnkaup og ráðstöfun þess til nokkurra ára til að sanna að allt það vín sem til embættisins hefur verið keypt á umliðnum árum hafi verið notað í þágu þess en ekki til að refsa því.“

Sigurður G. segir að „Ríkisendurskoðandi veit frá því hann var ríkisskattstjóri að það er mikilvægt að öll hlunnindi launþega séu réttilega framtalin og skattlögð. Þá veit ríkisendurskoðandi líka að ef ekki eru um hlunnindi að tefla heldur óhóflegar gjafir þá ber gjafþega að greiða skatt. Eins þekkir ríkisendurskoðandi auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga hafi vín horfið með óútskýrðum hætti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -