Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Er Ingi Tryggvason dómari á leið í fangelsi vegna kosningaklúðursins? – Neitar að greiða sektina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingi Tryggvason dómari við héraðsdóm Reykjaness gæti verið á leið í fangelsi, allavega miðað við það sem hann hefur látið eftir sér hafa í tengslum við hið víðfræga kosningaklúður á Norðurlandi vestra.

Byrjum á þessu:

Í almennum hegningarlögum má sjá fjölda fangelsisdaga sem menn þurfa að afplána, greiði þeir ekki lögreglusektir.

Þar sést að ef þú borgar ekki sekt á bilinu 240-270 þúsund krónur, ferðu í átján daga fangelsi.

Eiríkur Jónsson, sá gamli en spræki fjölmiðlarefur, skrifar stuttan pistil á miðli sínum, eirikurjonsson.is, þar sem hann veltir fyrir sér örlögum Inga Tryggvasonar, fyrrverandi formann yfirkjörstjórnar á Norðurlandi vestra.

Eins og alþjóð veit þá fékk Ingi á dögunum 250 þúsund króna sekt frá lögreglu fyrir kosningaklúðrið, sem braut kosningalög.

- Auglýsing -

Sagðist Ingi í viðtölum, alls ekki ætla að borga sektina.

Og hvað skeður þá?

Fer Ingi á bak við lás og slá?

- Auglýsing -

Það er því ekki óeðlilegt að Eiríkur velti því fyrir sér hvort Ingi verði dæmdur í átján daga fangelsi.

Nánast má fullyrða að Ingi hlýtur að vita af þeirri refsingu sem mun blasa við honum borgi hann ekki sektina; verandi dómari við héraðsdóm Reykjaness.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -