Mánudagur 26. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Er þetta ástæða fyrir reiðinni? Froðufellandi Sjálfstæðismenn á jeppum, trylltir af frekju

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lárus Guðmundsson, veitingamaður á Rossopomodo við Laugaveginn, segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafa með árásum sínum valdið fólki atvinnumissi og splundrað fjölskyldum. Gerir Lárus lítið úr árásinni er beindist að Degi á dögunum, að „aðeins var ráðist á bíl Dags,“ og enginn talar um árásirnar sem Dagur beiti. Samkvæmt Lárusi, er árásin sú að undir stjórn Dags hafi meirihlutinn lokað Laugaveginum og breyta honum í göngugötu. Lárus birtir síðan mynd af Laugavegi þar sem ekki er hræðu að sjá. Tekist er um málið á samfélagsmiðlum og mögulega er landsþekktur bóksali búinn að komast að ástæðunni að baki harðri gagnrýni nokkurra kaupamanna.

Gísli Marteinn Baldursson baráttumaður fyrir fleiri hjólastígum í borginni segir á Twitter um sé að ræða fámennan hóp, sex kaupmenn á Laugavegi, sem hafi kvartað jafn mikið þegar gatan var stútfull af fólki á árunum 2010 til 2020.

„Samt var vælt. Þeir hata göngugötur þótt þær dragi að sér fólk, verslun og stemningu og almenningur elski þær.“

Kristján Freyr, landsþekktur bóksali og tónlistarmaður stýrði Máli og menningu með miklum myndarbrag í mörg ár á Laugavegi. Hann tók þátt í fundarhöldum vegna lokunar og segir hinn reiða hóp hafa átt sameiginlegt að vera froðufellandi af reiði í garð meirihlutans í borginni. Þrátt fyrir augljósa uppbyggingu töldu þeir allt vera á hrapandi leið til helvítis. Telur Kristján að kaupmennirnir reiðu, séu Sjálfstæðismenn að trylltast úr frekju. Hann segir:

„Þeir vildu fá að leggja bílunum sínum beint fyrir utan sínar verslanir. Frank Michelsen, gaurinn í Brynju, gleraugnasalinn og fl. lögðu alltaf fínu jeppunum sínum beint fyrir utan.“ Þá Kristján við:

„Það sem ég held að þeir eigi svo sameiginlegt er að vera Sjálfstæðismenn, að tryllast úr frekju.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -