Sunnudagur 25. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Er þetta dýrasta hús landsins? – Fermetrinn á 3,6 milljónir – „Þú ert óvinurinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, telur allar líkur á því að húsið sem stendur við Engjateig 7 sé það dýrasta á landinu. Í það minnsta kostar fermetrinn 3,6 milljónir króna. Til samanburðar þá kostaði fermetri lúxusíbúðar í Skuggahverfinu tæplega milljón króna árið 2017 og þótti þá óeðlilega hátt.

Húsið sem Kristinn er að tala um sendiráð Bandaríkjanna sem líkist helst virki. „Hús segja sögu og sendiráð Bandaríkjanna segir eina heilmikla. Starfsemin var nýlega flutt úr byggingu við Laufásveg sem hafði hýst hana frá 1947, á nýjan stað við Engjateig. Á árum áður var oft og iðulega mótmælt við sendiráðið enda fullt tilefni til. Var þá hóað í varnargirðingu nokkurra lögregluþjóna – eins og þeir voru þá kallaðir. Í gegnum tíðina var ekki að sjá að starfsfólkið í sendiráðinu teldi mikla lífsógn af þessum mótmælum, þó að hiti væri í mótmælendum,“ segir Kristinn.

Hann segir húsakynni Bandaríkjamanna sýna að þeir óttist Íslendinga. „Það átti eftir að breytast. Á nýju öldinni, 11. september 2001 var gerð árás á Bandaríkin og 3000 manns fórust. Þessu var svarað með tveimur stórstyrjöldum, fyrst í Afganistan og síðan með ólöglegri innrás í Írak árið 2003 (með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar, forystumanna þáverandi stjórnarflokka).  Sendiráðið breyttist og skynjunin af ógninni af Íslendingum jókst.“

Hann segir vænisýki Bandaríkjamanna eiga sér engin takmörk. „Árið 2004 bað sendiráðið um leyfi borgarinnar til að setja upp steinblokkir í götuna fyrir utan sendiráðið og loka af gagnstéttina fyrir framan. Opinberlega var þetta virki kallað „blómaker“. Þau þóttu þó ekki nægja þegar á leið og ef boðað var til mótmæla var sett auka varnargirðing úr stáli til að verjast „ógninni“. En það var ljóst að þetta dugði engan vegin til langframa því þegar paranoja tekur að hreiðra um sig á hún sér engin takmörk. Því verri sem ofbeldismaðurinn er, því meira óttast hann um sjálfan sig. Byrjað var að leggja drög að nýrri byggingu undir starfsemina og húsnæði keypt og endurbætt,“ segir Kristinn.

Hann segir viðeigandi að Ross Gunter, furðulegur sendiherra Bandaríkjanna, hafi verið sá fyrsti í því. „Nýja húsið við Engjateig er sprengjuhelt og víggirt batterí sem keypt var og styrkt í framkvæmdum sem tóku mörg ár. Flutt var í það fyrir áramót á meðan Ross Gunter var enn sendiherra en hann er sá sem gékk um í skotheldu vesti og vildi helst vera vopnaður skammbyssu. Húsið á að standast allt áhlaup óvina sem gætu flætt niður af Suðurlandsbrautinni. Ysta vígirðingin á að stöðva fulllestaðann flutningabíl sem ekur á vegginn á 80 km hraða, samkvæmt stoltum verktaka.“

Kristinn segir húsið sýna afstöðu Bandaríkjamanna til Íslendinga. „Húsið er 2200 fm. og kostaði ásamt með rándýrri umbreytingu alls 62 milljónir Bandaríkjadala sem eru 8 milljarðar króna, á núverandi gengi. Það eru 3,6 milljónir króna fyrir hvern fermetra. Þetta loftvarnarbyrgi er því væntanlega með eitt hæsta ef ekki hæsta fermetraverð á landinu. Það er rétt að landsmenn sjái söguna í þessum húsakosti. Söguna um afstæður í samskiptum Bandaríkjamanna og Íslendinga og söguna um breytta stöðu Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Hús senda skilaboð. Er byrgið ekki að segja hreint út til allra sem eiga leið hjá: „Þú ert óvinurinn“?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -