Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Er þetta skrýtnasta nafn á fyrirtæki á Íslandi?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þau eru mörg fyrirtækin sem hafa verið stofnuð á Íslandi í gegnum tíðina. Hafa borið hin ýmsu nöfn.

Sum nafnanna eru afar venjuleg, sum óvenjuleg, og svo eru til nöfn á fyrirtækjum hér á landi sem bera einfaldlega sérkennileg nöfn; fyndin og ófyndin, og þar fram eftir blindgötunum – en sum millilenda prýðilega.

En nöfnin eru of mörg til að telja einhver upp – þið notið bara ímyndunaraflið.

Eitt ætla ég þó að nefna, sem ég sá er ég var að skoða fyrirtækjaskrá útaf öðru máli, sem skiptir ekki máli.

Það er fyrirtækið Rassalykt ehf.

Rassalykt ehf. var stofnað og skráð í byrjun júní á þessu ári; er fyrirtækið með lögheimili á Akranesi.

- Auglýsing -

Rassalykt ehf. starfar við hugbúnaðargerð, sem og smásölu á textílvörum í sérverslunum.

Hér gæti átt við að sjón … nei … lykt sé sögu ríkari; en þó má nánast telja öruggt að nafn fyrirtækisins tengist líklega ekki óþrifnaði og raunverulegri rassalykt, en hver veit? Líklega er þó hér á ferð bara skemmtilegur húmor og hugmyndaauðgi.

Rassalykt ehf. er hið fínasta nafn og örugglega flott fyrirtæki. Það er ekki hægt að gleyma svona nafni.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -