„Erfitt að gera upp á milli barnanna sinna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ný vorlína fylgihlutamerkisins Sif Benedicta verður sýnd í versluninni Akkúrat í kvöld í tengslum við HönnunarMars. Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er hönnuðurinn á bak við merkið og hún er afar spennt að kynna nýju vörurnar. „Það er ótrúlega gaman og spennandi að sjá teikningar og hugmyndir sínar verða að tilbúinni vöru sem einhver á eftir að eiga og þykja vænt um.“

Beðin um að lýsa Sif Benedicta segir Halldóra: „Í vöruúrvali okkar er að finna vandaðar leðurtöskur, töskur úr plexigleri og hálsmen sem eru einnig kortaveski. Við erum íslenskt vörumerki sem stefnir ótrautt inn á erlendan markað. Hönnunarferlið fer fram hér á Íslandi og framleiðslan okkar er á Ítalíu og í Líbanon. Við vinnum náið með framleiðendunum okkar og gerum miklar kröfur um gæði framleiðslunnar og hráefnis.“

Að sögn Halldóru hefur merkið fengið góðar viðtökur erlendis, sér í lagi í Danmörku. „Við höfum fengið góðar viðtökur hér heima og í Danmörku. Danska útgáfa tímaritsins Elle hefur meðal annars fjallað um Sif Benedicta. Sú umfjöllun hefur aldeilis undið upp á sig því í framhaldi hafði umboðsskrifstofa samband við okkur sem að sér nú um sölu og dreifingu á vörum okkar þar.“

….ég er spennt að sýna þá og sjá hverjar viðtökurnar verða.

Nýjungar frá Sif Benedicta verða kynntar í kvöld í versluninni Akkúrat. „Þar sýnum við nýtt útlit á Box bag og nýtt Box necklace með Heart flower munstri, Box necklace er hálsmen en líka kortaveski. Keðjan í hálsmeninu er handunnin á Ítalíu en boxið er gert í Líbanon. Einnig munum við kynna til leiks eyrnalokka sem eru að bætast við vöruúrvalið okkar og ég er spennt að sýna þá og sjá hverjar viðtökurnar verða. Vörurnar fara beint í sölu en tekið verður við forpöntunum á eyrnalokkunum. Það eru fleiri vörur væntanlegar úr nýju línunni á þessu ári þannig að ég hvet áhugasama eindregið til þess að fylgjast með okkur á Instagram.

- Auglýsing -

Box necklace er bæði hálsmen og kortaveski.

Þegar Halldóra er spurð út í hver uppáhaldshlutur hennar er úr nýju línu á hún erfitt með að svara: „Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en ég myndi segja að þessa stundina sé það bleika Box bag.

Halldóra segir nýju línuna ekki vera ýkja ólíka þeirri fyrri en hún er að vinna mikið með sama efni og form og hún hefur gert hingað til. „Efniviðinn valdi ég alfarið út frá gæðum og endingu en leðrið er ítalskt kálfaskinn og íhlutir eru úr brass og framleiddir á Ítalíu. Slæðurnar eru 100% seta silki gerðar í Como á Ítalíu,“ útskýrir Halldóra. Spurð út í innblásturinn segir hún: „Línan er innblásin af Art Deco skartgripum og veggfóðri. Ég skoðaði líka „vintage“ bókakápur mikið.  Línan er fantasía um 20’s-glamúr og 70’s-romantic chic.“

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Þess má geta að nýjasta lína Sif Benedicta verða kynntar á viðburði í versluninni Akkúrat, Aðalstræti 2, í kvöld klukkan 18:00. Ásamt Sif Benedicta munu sjö merki og hönnuðir einnig kynna sína hönnun, það er +Keramik, Agustav, Guðný Haf, Huginn Muninn, Kristjana S. Williams og VVERAA Reykjavík.

Myndir / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -