• Orðrómur

Erika Mist fæddist í Hverfisbrekkunni: „Stuttu síðar fór barnið að gráta, þvílíkur léttir!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það var þann 4. desember á árið 2017 sem lítil dama skaust bókstaflega í heiminn í Hverfisbrekkunni á Sauðárkróki.

Klukkan var 6:54 þegar útkallið kom, fyrti forgangur, barn á leiðinni.

Það voru sjúkraflutningamennirnir Yngvi Yngvason og Sigurbjörn Björnsson sem mættu á heimili þeirra Ólafar Aspar Sverrisdóttur og Snorra Geirs Snorrasonar, sem áttu von á sínu þriðja stúlkubarni.

- Auglýsing -

Ólöf vaknaði um klukkan fimm um morguninn með mikla verki og ákvað að fara í sturtu í von um að það myndi slaka á verkjunum, án árangurs. Sagðist hún þó hreinlega ekki hafa verið viss um að hún væri komin svo langt því henni fannst verkirnir ekki vera nógu reglulegir. „Þegar foreldrar mínir komu til að taka eldri stelpurnar fór ég að gera mér grein fyrir því að ég þyrfti að fara rembast svo ég sagðist ekki vera fara á Akureyri.“

Engin ljósmóðir var á vakt á Sauðárkróki og því náðist ekki í hana, sem Ólöf sagði hafa flækt stöðuna, auk þess að valda stressi og óvissu. Á endanum bað Ólöf móður sína að keyra heim til ljósmóðurinnar og ná í hana.

Ákveðið var að fara á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks (HSN) og taka stöðuna þar, í stað þess að bruna beint til Akureyrar á fæðingardeildina, þar sem legvatnið var ekki farið.

- Auglýsing -

„Ekki vorum við komnir langt þegar vatnið fór og Sibbi kallar: „Það er að koma!“, sagði Yngvi í viðtali við Feyki, héraðsfréttablað Norðurlands vestra skömmu eftir þessa eftirminnilegu vakt. Og það var mikið rétt. Barnið var svo sannarlega að koma og fæddist það í sjúkrabílnum í Hverfisbrekkunni.

Yngvi sagði hrærður frá því að þau öll hefðu verið í hálfgerðu sjokki yfir hve hröð atburðarásin var. „Við fórum að annast barnið sem fór stuttu seinna að gráta, þvílíkur léttir! Í þann mund mæta ljósmóðir og læknir og var yndisleg stúlka fædd 21 mínútu eftir að útkallið barst.“

Að sögn Ólafar var dóttir hennar ansi slöpp þegar hún mætti í heiminn „en sjúkraflutningamenn, læknir og ljósmóðir stóðu sig frábærlega að koma dömunni almennilega í gang eftir allan hamaganginn.“ Hún sagði að þarna hafi alls ekki verið um draumastöðu að ræða og henni hafi þótt erfitt að vera ekki með fagmanneskju sér til aðstoðar.

- Auglýsing -

Í dag er stúlkan litla sem var að flýta sér svo í heiminn, hún Erika Mist, að verða fjögurra ára og er að sögn föður síns hraust og flott stelpa. „Henni virðist ekki hafa verið meint af þó hún hafi komið með hraði í heiminn,“ sagði Snorri léttur í bragði í samtali við Mannlíf. Snorri er afar þakklátur sjúkraflutningamönnunum og ljósmóðurinni sem hann segir að hafi staðið sig frábærlega þennan örlagaríka morgun.

Erika Mist er nú orðin stóra systir, en lítill bróðir kom í heiminn í mars í fyrra. Honum lá ekki jafn mikið á og systur sinni, en fæddist samt á Sauðárkróki þó engin fæðingadeild sé þar. „Við vorum lögð af stað til Akureyrar en þá var ófært svo við þurftum að snúa við og hann fæddist hér á HSN,“ segir Snorri og bætir við „það tók þó pínu lengri tíma heldur en með systur hans.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -