Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Erla er reið manni sem vildi ekki bera grímu í Krambúðinni:„Lét ljót orð falla, reifst og skammaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erla nokkur, íbúi á Kársnesinu, er verulega ósátt vð leiðinlegan og dónalegan viðskiptavin Krambúðarinnar í gærkvöldi. Viðkomandi lét öllum illum látum í versluninni þar sem hann neitaði að bera grímu þrátt fyrir grímuskyldu.

Erla segir manninn hafa hellt sér yfir afgreiðslufólk verslunarinnar og látið ljót orð falla. Atvikinu lýsir hún í hópi íbúa Kársnesins á Facebook og segir þetta vera í annað sinn sem hún horfi upp á fullorðinn einstakling haga sér svona. „Ég og sonur minn 13 ára fórum í Krambúðina í gærkveldi og vorum vitni af svo leiðinlegum og dónalegum manni sem hafði rétt áður komið í búðina og ætlað að fá að kaupa sér sígarettur en var neitað um inngöngu og afgreiðslu þar sem hann var ekki með grímu. Hann lét ljót orð falla og reifst og skammaðist við afgreiðsludrengina svo ég gat ekki annað en skipt mér af,“, segir Erla og bætir við:

„Hann lét sér ekki segjast fyrr en sonur minn sem er 13 ára hækkaði róminn verulega og bað hann bara vinsamlegast að lesa á hurðina, þar stæði með skýrum stöfum að það væri grímuskilda í búðinni og hann eins og aðrir þyrftu bara að fara eftir því. Með þessari færslu vil ég bara biðja um að allir (sama hvort þú hefur fengið covid eða þykist hafa fengið það) noti grímu í búinni og biðji ekki afgreiðslufólkið að brjóta þær reglur sem þeim eru settar.

Sýnum ábyrgð og förum eftir reglum eins og við kennum börnunum okkar að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -