Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Erla segir sorglegt að horfa á viðtalið við Harry prins: „Einn aðili í þessu sambandi sem stjórnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst sorglegt að horfa upp á viðtalið því að Harry virðist vera gera sömu mistök og mamma sín, að treysta fjölmiðlum,“ segir Erla Rafnsdóttir viðmælandi Heimis og Gulla í Bítinu í morgun. Erla hefur búið í Bretlandi til fjölda ára og ræddi hún við þá félaga um hið umtalaða viðtal Opruh við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle.

Erla fór ekki leynt með skoðanir sínar og sagði Meghan vera hættulega konungsfjölskyldunni og í raun hvaða fjölskyldu sem er.

„Ég er þeirrar skoðunar að það sé bara einn aðili í þessu sambandi sem stjórnar,“ segir Erla og á þá við að Meghan sitji í bílstjórasætinu og ráði ríkjum í hjónabandi þeirra Harry.

Erla segist ekki vera neinn sérfræðingur, en hún er að læra og lesa sér til um sálfræði. „Það er skólabókardæmi þegar tveir aðilar koma saman og annar þeirra tekur völd og heltekur sambandið.“ Hún segir að í slíkum samböndum noti sá aðili ýmsar aðferðir til að kúga hinn einstaklinginn: „Það byrjar þannig að það er verið að flýta allri skuldbindingu, giftast og eignast börn fljótt.“ En það var einmitt tilfellið hjá Harry og Meghan, tvö ár liðu frá því að þau kynntust og þar til að þau giftu sig. Ári eftir brúðkaupið eignuðust þau svo lítinn dreng.
Erla segir að sé þetta borið saman við samband William prins og Kate Middleton sjáist að þar sé allt aðra sögu að segja. En þau giftu sig eftir sjö ára sambúð.

„Sérstaklega að fara inn í svona fjölskyldu þá hefði maður haldið að þú myndir taka þinn tíma og sjá hvort þetta myndi ganga. En það var flýtt öllu, allri skuldbindingu flýtt, segir Erla.“

„Þessir aðilar þurfa að fá alla athyglina, leika fórnarlambið í sambandinu, allir séu á móti sér, mikil afbrýðissemi gagnvart öðrum. Slíta aðilann frá fjölskyldu og vinum það er skólabókardæmi og gera hinn aðilann alveg háðan sér. Og á endanum tekur kúgarinn allar ákvarðanir og spilar á tilfinningar,“ segir Erla.

- Auglýsing -

Viðtalið við hjónin Harry prins og Meghan Markle hefur vakið mikla athygli og umtal, sem hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Í Bretlandi virðist fólk skipast í tvær fylkingar að sögn Erlu, 50 ára og eldri styðja konungsfjölskylduna, en yngra fólkið sýnir Harry og Meghan samhug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -