Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Erlendir hjúkrunarfræðingar frábær viðbót en ekki lausnin á vandanum“ – Flestir frá Filippseyjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir í samtali við RÚV, að það leysi ekki mönnunarvanda spítalans að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga hingað til lands, og að það sé ekki stefna Landspítalans að leita eftir fagfólki í útlöndum.

Undanfarið hafa hjúkrunarfræðingar í fimm stöðugildum sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítalans og gríðarlega mikill skortur er á heilbrigðisstarfsfólki; mest vantar hjúkrunarfræðinga.

Í dag starfa um það bil 150 erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum og koma flestir þeirra frá Filippseyjum.

Að mati Sigríðar leysir það ekki vanda spítalans að ráða fleiri erlenda hjúkrunarfræðinga:

„Við erum nú þegar með töluverðan fjölda af erlendum hjúkrunarfræðingum sem er frábær viðbót og við fögnum þeim og reynum að taka vel á móti þeim. En þeir eru ekki lausnin á þessum vanda.

Bæði er það að það er eftirspurn út um allan heim en kannski ekki síður vegna þess að hjúkrun er í eðli sínu samskiptafag og krefst þess að fólk hafi tungumálið á valdi sínu. Þannig að öll þjálfun og aðlögun inn í starfið er miklu kostnaðarsamari og tímafrekari þegar maður er að taka á móti erlendu starfsfólki,“ segir hún og bætir við:

- Auglýsing -

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur mælst til þess til vestrænna ríkja að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk með virkum hætti frá öðrum heimsálfum þar sem er kannski full þörf fyrir þennan mannafla.

Þannig að við höfum haft þá nálgun á Landspítalanum að taka vel á móti og vera þakklát fyrir þá sem hingað koma en stunda kannski ekki markvissa leit að starfsfólki annars staðar, sérstaklega hjúkrunarfræðingum,“ segir Sigríður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -