2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Erlendir miðlar fjalla um stuðning Hatara við Palestínu

Fjallað er um stuðning Hatara við málstað Palestínu í erlendum fjölmiðlum. Hatarar veifuðu fána Palestínu þegar stig almennings til Íslands voru tilkynnt.

Ísland nýtti sviðljós Eurovision til að mótmæla hernámi Ísrael í Palestínu. Segir breska blaðið Metro.

Express segir áhorfendur keppninnar hafa verið afar ósátta við uppátæki. Púað hafi verið á Hatara og skipt yfir á kynna. Þá vitna Express í Gaham Norton lýsandi keppninnar fyrir BBC sem sagði atvikið ekki hafa heillað áhorfendur í salnum.

Press Association segir að hugsanlega verði Íslandi refsað fyrir uppátækið.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision segir að afleiðingar gjörða Hatara verði ræddar af framkvæmdastjórn keppninnar. Pólitískar yfirlýsingar séu óheimilar samkvæmt reglum keppninnar.

AUGLÝSING


PACBI, samtök sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael á sviði menningar og fræða gagnrýndu Hatara fyrir sýndarmennsku í stað þess að sniðganga keppnina.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is