Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

15 ára meintur morðingi móður sinnar flissar í réttarsalnum – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 15 ára Carly Gregg, sem ákærð hefur verið fyrir morð á móður sinni, þykir hegða sér frekar furðulega í réttarsalnum en réttarhöldin yfir henni standa yfir þessa dagana.TMZ segir frá því að Carly Gregg, 15 ára unglingsstúlka sem réttað er nú yfir fyrir morðið á móður hennar í fyrra, hafi sést flissa í réttarsalnum.Gregg, sem er frá Mississippi í Bandaríkjunum, var klædd í íhaldssaman dökkbláan klæðnað við réttarhöldin sem hófust í gær. Verjendur hennar, sem sátu sitthvoru megin við hana, voru alvarlegir á svip á meðan á réttarhöldunum stóð en Gregg virtist hins vegar henda nokkurt gaman að þeim en hún sást flissa og brosa sínu breiðasta.

Ekki er ljóst hvað það var sem kítlaði háturtaugar Gregg en á myndbandi sem náðist af atvikinu, sést verjandi hennar skrifa eitthvað á spjaldtölvu og virðist það hafa valdið flissi unglingsstúlkunnar.Gregg er sökuð um að hafa skotið móður sína, Ashley Smylie, til bana í mars, þegar hún var aðeins 14 ára. Þá er hún einnig ákærð fyrir að reyna að drepa stjúpföður sinn, Heath, sem mun bera vitni í réttarhöldunum.

Ashley Smylie and carly gregg no credit 1

Saksóknarar spiluðu myndbandsupptöku sem þeir segja sýna hið hryllilega atvik, fyrir dómi á þriðjudaginn en þar sést Carly halda á því sem lítur út eins og skammbyssu fyrir aftan bak áður en hún röltir út úr rammanum og stuttu seinna heyrast byssuhvellir. Smylie var myrt með .357 Magnum skammbyssu.Lögfræðiteymi Greggs heldur því fram að hún sé ekki sakhæf vegna geðrænna kvilla en stúlkan neitaði að gera samning við ákæruvaldið en þar var henni boðin fangelsisvist í allt að 40 ár, gegn því að hún játaði á sig morðið. Auk morðsins er hún ákærð fyrir manndrápstilraun og fyrir að eiga við sönnunargögn.Hér má sjá hið óhugglega myndskeið þar sem Gregg sést ganga á eftir móður sinni áður en byssuhvellir heyrast óma um húsið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -