Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Að minnsta kosti 300 manns létu lífið í leikhúsi í Mariupol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CNN hefur birt nýtt myndefni frá Maríupól, sem tekið var í kjölfar loftárásarinnar á sögufrægt leikhús í síðustu viku. Borgarráð Maripol sagði í morgun að talið væri að um þrjú hundruð manns hefðu fallið í árásinni.

Fjölmargir almennir borgarar höfðu leitað sér skjóls þar vegna árása Rússa og hafði húsið verið merkt sem skjól. Talið er að um 1300 manns hafi verið í leikhúsinu þegar Rússar vörpuðu sprengjum á það.

Volodymyr Vyatrovych, úkraínskur þingmaður, segir árásina vera stríðsglæp. Hann vill að Putin verði látinn svara til saka fyrir stríðsglæpi í Mariupol, Kherniv, Kharkiv og víðar. Þá segir hann þúsundir úkraínskra kvenna og barna hafi látið lífið í árásum Rússa.

Tæplega hálf milljón bjó í Mariupol fyrir innrás Rússa en talið er að þar séu eftir um 100 þúsund manns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -