Palestínski afinn Khaled „Abu Diaa“ Nabhan, var drepinn í sprengjuárás Ísraelshers á Nuseirat-flóttamannabúðirnar í gær. Yfir milljón manns fylgdi honum á Instagram.
Palestínskir aðgerðarsinnar minnast Khaled „Abu Diaa“ Nabhan á samfélagsmiðlunum en hann var drepinn í árás Ísraelshers í gær. Nabhan hreyfði við mörgum á síðasta ári þegar hann kvaddi þriggja ára barnabarn sitt, Reem sem hafði verið myrt af Ísraelsher en myndband af kveðjunni fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlunum.
Í myndskeiðinu sést hann hann faðma og kyssa stúlkuna sem var hafði verið drepin af í sprengjuárás Ísraela og kalla hann hana „sál sálar sinnar“.
Nabhan, sem var með milljón fylgjendur á Instagram, hefur nú verið drepinn í nýjustu sprengjuárásinni á Nuseirat-flóttamannabúðirnar í miðhluta Gaza.
Aðgerðarsinninn Assal Rad skrifaði færslu á X-inu þar sem hún birti myndskeið af afanum kveðja barnabarn sitt og skrifaði:
„Ísrael var að drepa Khaled Nabhan, en þriggja ára barnabarn hans, Reem, var drepið af Ísrael í fyrra. Afmælisdagur hans, sem hann deildi með Reem, er í næstu viku. Hún hefði orðið fimm ára.
Þeir eru að þurrka út heilu fjölskyldurnar og sögu þeirra. En við munum ekki gleyma.“
Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið en lesendur eru varaði við efninu.
Israel just killed Khaled Nabhan, whose three-year old granddaughter Reem was killed by Israel last year. His birthday, which he shared with Reem, is next week. She would have been five years old.
They’re wiping out entire families and histories. But we won’t forget. pic.twitter.com/IWvmi9SYlW
— Assal Rad (@AssalRad) December 16, 2024